Örsmátt um Pál

Páll Guđmundsson er fćddur áriđ 1959 á Húsafelli í Borgarfirđi ţar sem hann ólst upp. Hann er eitt fjögurra barna Guđmundar Pálssonar bónda á Húsafelli, sem nú er látinn og Ástríđar Ţorsteinsdóttur húsfreyju.

Eftir grunnskólanám á Kleppjárnsreykjum stundađi Páll nám viđ Myndlista- og handíđaskóla Íslands árin 1977-1981 og áriđ 1985-1986 viđ Listaháskólann í Köln í Vestur-Ţýskalandi en ţar var lćrifađir hans prófessor Burgeff.

Eftir ađ hann lauk námi hefur hann óskiptur helgađ sig ćvistarfinu; ţví ađ vera listamađur og náttúrubarn. Lengst af dvelur hann á Húsafelli, en hefur ţó ferđast víđa og unniđ ýmis sérverkefni fyrir fyrirtćki, stofnanir og sveitarfélög hér heima og erlendis. Hann hefur haldiđ fjölda sýninga á verkum sínum; bćđi einkasýningar og samsýningar. Sem myndlistarmađur hefur hann annars vegar málađ međ olíu- og vatnslitum, unniđ bergţrykk, svellţrykk og fleira í ţeim dúr. Hinsvegar hefur hann unniđ mikiđ međ grjót; höggmyndir, skúlptúra og nú síđustu misseri hefur hann lagt mikla vinnu í gerđ steinhörpu (sjá mynd hér ađ ofan) sem formlega var vígđ viđ opnun sýningar hans í Ásmundarsafni fyrr á ţessu ári ţar sem frumflutt var verkiđ "Steinabragur" fyrir steinhörpu eftir Áskel Másson tónskáld. Undanfarin ár hefur Páll veriđ náinn samstarfsmađur Thors Vilhjálmssonar rithöfundar. Saman hafa ţeir skapađ verk ţar sem hćfileikar ţeirra beggja njóta sín í ystu ćsar; Páll teiknar myndir sem Thor yrkir viđ.

Listamađurinn Páll Guđmundsson hefur ţannig, ţrátt fyrir stutta ćvi, komiđ víđa viđ og eftir hann liggur ótölulegur fjöldi verka sem ber hróđur hans út fyrir landssteinana, ekki síđur en hér heima.

Hann hefur hlotiđ fjölda viđurkenninga, međal annars menningarverđlaun DV og nú síđast sem fyrsti formlegi hérađslistamađur Borgfirđinga í júní 2001. Hans stćrsta viđurkenning fyrir starf sitt er ţó tvímćlalaust sú mikla eftirspurn sem er eftir verkum hans og vinnu.

(Ljósmynd hér ađ ofan: Savör Gissurardóttir)